Fréttir og tilkynningar
Kjarasamningur FÍN og Reykjavíkurborgar samþykktur
Niðurstöður liggja fyrir um atkvæðagreiðslu um framlengingu á kjarasamningi FÍN og Reykjavíkurborgar sem gildir frá 1. apríl 2024 og til og með 31. mars 2028.
Alls voru 71 á kjörskrá og var þátttaka 67,61%.
Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:
- Alls samþykktu 45 aðilar kjarasamninginn eða 93,75%
- Alls höfnuðu 3 aðilar kjarasamningnum eða 6,25%
Kjarasamningur við Reykjavíkurborg undirritaður
FÍN gekk í dag frá undirritun kjarasamnings við Reykjavíkurborg og verður hann kynntur félagsfólki á fjarfundi á morgun, 15. janúar, kl. 14:00. Slóð á fundinn hefur verið send í tölvupósti til félagsfólks.
Kjarasamningurinn verður aðgengilegur félagsfólki eftir kynningarfundinn ásamt öllum viðeigandi fundargögnum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst strax að loknum fundi og mun félagsfólk fá sendan kosningahlekk en ef einhverjum berst ekki hlekkur skal senda póst á fin(hja)fin.is og óska eftir honum.
Kosningin mun standa til klukkan 11:00 þann 20. janúar.
Við hvetjum allt félagsfólk sem á aðild að þessum samningi og kosningarétt til að fjölmenna á kynningarfundinn og taka þátt í kosningunni.