2 apr. 2024

FÍN auglýsir eftir sérfræðingi

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) óskar eftir að ráða sérfræðing í fullt starf tímabundið til tveggja ára til að sinna átaksverkefni sem snýr m.a. að nýrri vefsíðu og markaðsmálum félagsins.


Starfssvið m.a.:

  • Umsjón með vefsíðu og útgáfu fréttabréfa
  • Umsjón með markaðsefni og auglýsingum
  • Þátttaka í viðburðastjórnun, s.s. skipulagning ráðstefna
  • Þátttaka í undirbúningi fræðslufunda, námskeiða og annarra funda
  • Þátttaka í að skrifa fræðsluefni og setja upp greinar
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra/formann


Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun eða sambærileg menntun, sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af uppsetningu vefsíðna og myndvinnslu
  • Þekking og reynsla af markaðsmálum, sér í lagi af starfrænni markaðssetningu
  • Reynsla af uppsetningu gagna, s.s. í Power BI
  • Góð samskiptahæfni, lipurð og jákvætt viðmót
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Skipulagshæfni og ögun í vinnubrögðum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti


FÍN er stéttarfélag fyrir þá sem hafa lokið bakkalárprófi eða ígildi þess frá viðurkenndum háskóla. Félaginu er umhugað um að veita sem besta þjónustu og býður m.a. upp á hagsmunagæslu á sviði kjara- og réttindamála, túlkun á samningum og ráðgjöf í ágreiningsmálum.


Umsóknafrestur er til og með 8. apríl 2024.

Image

Sótt er um starfið hér!