Fréttir og tilkynningar

6 maí 2024 : Ársfundur LSR 2024

Ársfundur LSR verður haldinn kl. 15:00 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn verður opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Á fundinum verður m.a. gerð grein fyrir skýrslu stjórnar LSR, ársreikningi, tryggingafræðilegri úttekt og fjárfestingarstefnu, auk þess sem kynning verður á samþykktarbreytingum.

Fundurinn verður sendur út rafrænt hér á lsr.is og verður útsendingin kynnt síðar.

Ársreikninga LSR fyrir árið 2023 og upplýsingar um starfsemi á árinu má finna í nýlegri frétt hér á lsr.is.

29 apr. 2024 : 1. maí 2024

Félagsmönnum aðildarfélaga BHM er boðið að safnast saman í anddyri Bíó Paradísar við Hverfisgötu 54 kl. 11:00 þann 1. maí. BHM býður upp á búlluborgara úr Búllubílnum kl. 11:30. Safnast verður síðan saman á Skólavörðuholti kl. 13:00 en gangan hefst kl. 13:30.

Sjá nánar frétt af vef BHM og Facebook síða 1. maí

18 apr. 2024 : Stofnanasamningur undirritaður!

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Lands og skógar. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. janúar 2024. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér.  Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.

Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið.

8 apr. 2024 : Opnir fundir með formanni FÍN

Opnir fundir með formanni FÍN

FÍN stendur fyrir opnum fundum um kjarasamninga og þróun kjaramála með Maríönnu H. Helgadóttur formanni FÍN. Farið verður yfir gerða kjarasamninga og stöðuna á viðræðum, í lok fundar verður boðið upp á spurningar.

Fundirnir verða haldnir á TEAMS og eru opnir öllum.

8. apríl
Fundur vegna kjaramála á almennum markaði kl 12.00 á TEAMS.
16. apríl
Fundur vegna kjaramála á opinberum markaði kl. 12.00 á TEAMS.

Öllu félagsfólki verða sendir hlekkir á fundina, ef einhverjum berst ekki hlekkur má senda póst á fin(hja)fin.is

Við vonumst til að sem flest